mánudagur, 17. febrúar 2014

Takk, tölvudrama og pinnblástur

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir góð viðbrögð við síðasta bloggi. Ég var í tvo daga að peppa mig upp í að deila þessu á Facebook en eftir smá japl og jamm við Jóhann minn þá lét ég vaða. Mér fannst sérlega ánægjulegt að heyra að þessi litla frásögn mín hafi verið einhverjum hvatning til taka sín mál til skoðunar. Takk líka allir fyrir að nenna að lesa blaðrið mitt. Takk.

En að öðru. Ég þurfti að senda tölvuskinnið mitt í yfirhalningu á fimmtudaginn. Hún er búin að vera með stanslaus leiðindi síðustu tvo-þrjá mánuði og tók svo algjört frekjukast á fimmtudag og heimtaði að fara til læknis strax. Mér finnst eiginlega bara fínt að vera aðeins laus við hana, við þurftum greinilega bara að taka okkur smá pásu og vinna í okkar málum, við höfum ekki beinlínis verið bestu vinkonur upp á síðkastið. Svo á ég líka síma þar sem ég kemst á Facebook, Instagram og meira að segja Pinterest, svo ég er ennþá tengd við alheiminn, engar áhyggjur.

En Pinterest, vá hvað Pinterest er mikil snilld! Ef þú ert ekki með aðgang á Pinterest þá legg ég til að þú stofnir einn slíkan undir eins. Það er svona brainstorm vefur þar sem hægt er að safna saman fallegum myndum, uppskriftum, orðum, hverju sem er. Ég er nú ekkert nýbúin að uppgötva þetta en mér finnst þetta samt bara svo ógeðslega sniðugt. Ég tek svona Pinterest tímabil þar sem ég vil helst eyða öllum mínum stundum þar, en prófílinn minn má finna hér. Það er nú kannski ekki mikið þarna en glöggir sjá að ég hef safnað mest í matarmöppuna, það kemur kannski fáum á óvart.

Telma, vinkona mín, er svo klár og heldur úti þessu fína bloggi. Hún er líka að læra íslensku og mikil Pinterest-kona og hún smellti bara í nýyrðið pinnblástur (sem er líka lausleg þýðing á enska orðinu pinspiration). Pinnblástur er sem sagt samansafn af myndum sem veita manni innblástur og maður hefur fundið á Pinterest. Hér eru því nokkrar slíkar sem ég hef pinnað nýlega ...











Fleiri myndir og nánari upplýsingar um þessar má finna á Pinterest prófílnum mínum.

hldr






Engin ummæli:

Skrifa ummæli